FineArt
Commended Framer
"The Fine Art Trade Guild" í Bretlandi hefur frá 1910 sett fram alþjóðlega viðurkennda staðla fyrir innrömmunariðnaðinn. Árið 1994 setti gildið fram "The Guild Commended Framer" (GCF) hæfnisvottorðið sem staðal fyrir innrammara. Það tryggir að viðskiptavinir sem velja viðurkenndan innrammara geta gengið að því vísu að fá fagmannlega þjónustu sem unnin er eftir viðurkenndum stöðlum. Það eru aðeins um 1200 innrammarar í heiminum sem hafa staðist GCF prófið og tveir af þeim starfa fyrir Innrammarann.
Hvers vegna ættir þú að velja innrammara sem er viðurkenndur "Guild Commended Framer"?
- Viðurkenndur innrammari (GCF) eru hæfir innrammarar sem hafa staðist ströng próf.
- Viðurkenndur innrammari hefur verið samþykktur af viðskiptaráði fyrir lista- og innrömmunariðnaðinn, "The Fine Art Trade Guild".
- Viðurkenndur innrammari skuldbindur sig til að bjóða stöðugt vörur og þjónustu af hæstu gæðum.
- Viðurkenndur innrammari hugar vel að listaverkum viðskiptavina getur tryggt að þeir séu varðveittir með sem bestum hætti.
- Viðurkenndur innrammari smíðar ramma af natni sem eru sterkbyggðir og eru án lýta.
Fine Art Trade Guild
Innrammarinn ehf fylgir gæðastöðlum sem "The Fine Art Trade Guild" í Bretlandi gefur út. Starfsmenn Innrammarans hafa staðist gæðapróf Fine Art Trade Guild (GCF).
Félagar í "The Fine Art Trade Guild" lofa að vera réttlátir og sanngjarnir og fylgja siðareglum gildisins. Það felur meðal annars í sér að:
- Að fylgja hæstu gæðastöðlum af heiðarleika í öllum viðskiptum.
- Að verja hagsmuni viðskiptavina.
- Að forðast að nota falska, ruglandi eða ónákvæma viðskiptaskilmála, lýsingar eða kröfur.
- Að leysa fljótt úr öllum ágreiningi af vinsemd.
- Að vera með viðeigandi tryggingar í rekstrinum.